144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:40]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Það er með herkjum að maður kemur í pontu. Þessi umræða er búin að standa í viku. (Gripið fram í.) Ég setti mig á mælendaskrá á fyrsta degi og ég er ekki enn kominn að. (Gripið fram í: Þolinmæði …) Það er skammarlegt að sitja undir þessum umræðum, það er skammarlegt (Gripið fram í.) og við þurfum að biðja fólkið í landinu afsökunar á því hvernig þingið hagar sér. (Gripið fram í: Já.) [Háreysti í þingsal.] Sú framkoma sem hér er, þið eruð að tala um að koma þurfi málefnum verkalýðsins og vinnumarkaðarins í umræðu í þinginu. Ég er algjörlega sammála því, en af hverju standið þið í vegi fyrir því? (Gripið fram í: Við gerum það ekki.) [Frammíköll í þingsal.] (SII: Hvaða mál? Hvaða mál?) Það eruð þið sem eruð búin að tala út (Forseti hringir.) í eitt undir liðunum störf þingsins og fundarstjórn forseta og þetta er þinginu og okkur sem hér erum til háborinnar skammar. Ég bið þjóðina afsökunar á þessu. (SII: Þetta er ráðalaus ríkisstjórn.)

(Forseti (SJS): Forseti biður um kyrrð í salnum.) (Gripið fram í.)

(Forseti (SJS): Forseti biður menn að halda í hófi öllu mjög frammíköllum og öðru slíku.)