144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:00]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði nú ekki haft þetta minnisblað í mínum höndum og eins og ég hef sagt þá get ég ekki farið í þann leik að mótmæla þessum lögfræðiálitum úr umhverfisráðuneytinu. Ég held að það væri kannski bara hollt fyrir okkur að við fengjum lögfræðinga utan úr bæ til þess að gefa okkur álit, heyra hvað þeir segja um þessi mál. En að öðru leyti get ég ekki úttalað mig um þessi mál vegna þess að ég er ekki lögfræðingur.