144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:20]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég styð þessa tillögu. Í fyrsta lagi er breytingartillagan talin í andstöðu við lögin. Í öðru lagi hefur komið fram að óljóst er með stuðning hæstv. umhverfisráðherra og þá með hvaða hætti og við hvaða atriði. Fram hefur komið að boðuð sé breytingartillaga við breytingartillöguna sem ekki hefur verið lögð fram, hvað þá rökstudd og það er óviðunandi að halda áfram umræðu án þess að hún liggi fyrir, og í fjórða lagi kom fram í máli eins hv. þingmanns úr meiri hluta atvinnuveganefndar í gærkvöldi að þrátt fyrir að hafa lagt til að Urriðafoss færi í virkjunarflokk vildi viðkomandi þingmaður í raun að hann færi í vernd. Þetta sýnir okkur að við eigum að lúta hinu faglega mati verkefnisstjórnar og vinna á grundvelli þess og ég styð tillöguna þess vegna.