144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Það er fráleitt að gera þetta svona. Það er líka orðið þannig að maður hefur ekki næði til að tala hér í þingsalnum.

(Forseti (EKG): Forseti hefur gert sitt besta til að halda aftur af þingmönnum sem eru hér með frammíköll.)

Takk fyrir það. Það er algjörlega fráleitt að gera þetta eins og lagt er upp með. Málið er í uppnámi og það er algjörlega ljóst að enn eitt kvöldið í umræðu af þessu tagi sem við höfum verið í er ekki til þess fallið að leysa málið. Ég lýsi vonbrigðum með það að virðulegur forseti skuli fara í þessa atkvæðagreiðslu núna og að við þurfum að halda þingflokksformannafund í skugga hennar. Hér tekur forseti sér áfram stöðu með stjórnarmeirihlutanum, með yfirganginum og með frekjunni og það er mjög mikið óráð.