144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[16:41]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að forseti hafi hlutast til um það að þingflokksformenn hittust og færu yfir þá stöðu sem upp er komin að því er varðar umræðuna hér um rammaáætlun en ég lýsi jafnframt yfir miklum vonbrigðum með að sá fundur skyldi ekki hafa skilað okkur áfram í því vandasama máli.

Menn hafa verið á floti með dagsetningar í þessari umræðu en samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar rammaáætlunar er gert ráð fyrir því að verkefnisstjórnin skili endanlegum niðurstöðum sínum til ráðherra 1. september 2016. Það er tíminn sem við erum að horfa til og þá hefur ráðherra í höndunum endanlega tillögu verkefnisstjórnar um 26 kosti, þar með talið þá kosti sem hv. atvinnuveganefnd leggur til að verði núna bætt við. Ég höfða til virðulegs forseta með að halda áfram að hlutast til um það að við náum einhverri farsælli niðurstöðu með þetta og (Forseti hringir.) að það sé ótvírætt að lögin séu virt í þessu mikilvæga ferli.