144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:33]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Jú, það er mjög mikilvægt að um þessi mál ríki sátt og um ferlið. Þess vegna kom það mér á óvart þegar hv. þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði í ræðu sinni í gær, þegar talað var um rammaáætlun, að það mundi aldrei ríkja sátt og þetta væri ekki sáttaferli. Það kom mér verulega á óvart.

Það sem gerðist á síðasta kjörtímabili, þegar virkjunarkostir voru dregnir til baka, var gert á pólitískum grunni. Í rauninni má segja að við séum að fara sömu leið núna til þess að ýta málum af stað og ýta þeim áfram. En ég tel mjög mikilvægt að við ræðum áfram um rammaáætlun og vinnum áfram með hana.