144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:04]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Björt Ólafsdóttur að ef hv. þingmenn telja sig hafna yfir faglegt mat þess fólks sem fengið hefur verið til starfans þá er ágætt að gera lýðnum það ljóst og því fólki og segja því upp. Það er ástæðulaust að vera með fólk á launum ef ekki er ætlast til að það skili af sér neinni afurð sem á að fara eftir, ef starf þess er einhver sýndarmennska. Mér finnst þetta óboðlegt. Það er óboðlegt að fólk taki sér það vald sem það gerir með þessu og misbjóði vitsmunum okkar og þeirra sem fengnir hafa verið til starfans.

Mig langar að vitna til nefndarálits á þskj. 526 frá 141. þingi þar sem er sagt að ekki sé skynsamlegt að haga vinnubrögðum við skipulagningu orkunýtingar með þeim hætti að um sé að ræða einhvers konar kapphlaup heldur sé leiðarspurningin miklu frekar (Forseti hringir.) hversu lítið við komumst af með að virkja á hverju tímaskeiði. Því spyr maður: (Forseti hringir.) Hverra hagsmuna er hér verið að ganga?