144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í gær var haldinn hér fundur með þingflokksformönnum að okkar beiðni og það gerðist ekkert. Það hnikaði í engu umræðunni um rammaáætlun, því miður. Ég vildi beina því til forseta að á meðan ekkert er að gerast í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu varðandi lausn málsins sé ekki ráðlegt að halda kvöldfund sem er til þess eins fallinn að fólk spóli sig dýpra ofan í skotgrafirnar. Það er það sem er að gerast, stjórnarliðar eru að verða gífurlega forhertir. Það gerir málið sífellt erfiðara eftir því sem þessum dögum vindur hér fram og við fjarlægjumst einhvers konar lausn í málinu. Ég skora á forseta, ef niðurstaðan verður sú að hann fái heimildina, að beita henni ekki heldur að freista þess að ná hér einhverjum samtölum til lausnar.