144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:41]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fyrr í dag var í þingsal hæstv. fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem lagði upphaflega tillöguna fyrir Alþingi. Ég óska eftir því við virðulegan forseta að hann óski eftir því við hæstv. ráðherra að hann komi hingað og verði við umræðuna. Mér finnst fullt tilefni til þess að ráðherra sitji undir umræðunni og þá akkúrat sá ráðherra sem lagði fram tillöguna sem við ættum að vera að fjalla um en ekki með þessari breytingartillögu.

Mér finnst það eðlilegt og það er virðing, þótt við eigum öll að njóta sömu virðingar, en næstur á mælendaskrá er formaður Samfylkingarinnar, hv. þm. Árni Páll Árnason. Það verður örugglega fróðlegt að hlýða á ræðu hans, jafnt fyrir ráðherra sem aðra. Ég hvet hæstv. forseta eindregið til að kalla hæstv. forseta til.