144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:18]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef verið að spyrja þingmenn í dag hvað þeim fyndist um það fyrirkomulag, að því gefnu náttúrlega að farið sé að rammalöggjöf og góðri löggjöf varðandi langtímastefnumótun þegar kemur að orkumálum, nýtingu eða vernd þessara kosta, ef þjóðin hefði nú þegar þann rétt að minni hluti þjóðarinnar gæti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem Alþingi væri búið að samþykkja, eins og það sem liggur fyrir þinginu núna, og þjóðin mundi samþykkja þá virkjunarkosti, að því gefnu að búið væri að fara í gegnum þetta faglega ferli. Mundi hv. þingmaður lúta meirihlutaviljanum, og raunverulegi meirihlutaviljinn er náttúrlega meiri hluti landsmanna, í málinu?