144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það hlýtur að vera svo í tengslum við hádegishlé að fundinn verði tími fyrir þingflokksformenn að vinna áfram með þann mikla sáttavilja sem mátti heyra í ræðum þingflokksformanna stjórnarliða og jafnframt í ræðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Jafnframt hefur komið fram beiðni um fund í nefndinni. Ég tel mjög brýnt að það sé sett strax í ferli þannig að sé hægt að kalla til þá gesti sem lagt er til að fá til nefndarinnar og því skora ég á forseta að koma þeim boðum áleiðis til formanns atvinnuveganefndar að fullt tilefni sé til að verða við ósk hv. þm. Kristjáns L. Möllers um þennan fund og þá strax og meðan gerum við hlé á umræðu um rammaáætlun.

(Forseti (SJS): Oft kemur góður þá getið er því næstur á mælendaskrá er einmitt hv. þm. Kristján L. Möller.)