144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:40]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að lýsa því yfir að þingflokkur Samfylkingarinnar mun styðja þetta mál í þessari atkvæðagreiðslu en við munum hins vegar kalla málið inn til nefndar á milli 2. og 3. umr. í ljósi þess að í umræðum um málið sem urðu alllangar og ítarlegar kom fram mismunandi túlkun þingmanna á breytingum á 14. og 16. gr. laganna. Við teljum nauðsynlegt að farið verði yfir málið í nefndinni á milli umræðna svo það verði vel skýrt hvernig heimildum til auglýsinga á lausasölulyfjum sem og lyfseðilsskyldum lyfjum í tímaritum heilbrigðisstétta verði hagað í framtíðinni.