144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[11:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með það að forseti skuli ætla að hitta forustumenn í þinginu á eftir. Ég er líka ánægð með það að forseti skuli fylgjast með því sem er að gerast í nefndunum. Staðan í sumum þeirra er þannig að góð samkomulagsmál eru í hættu vegna þess að forustumenn nefndanna vilja drífa þau í gegn og telja þau vera forgangsmál án þess að búið sé að semja um forgang þessara 74 mála. Það er auðvitað þannig, það vitum við öll, að þau 74 mál fara ekki í gang og í gegnum þingið í þeirri stöðu sem við erum nú, við mundum ekki einu sinni ná að afgreiða þau áður en næsta þing byrjaði. Það er því nauðsynlegt að forgangsraða málum. Það er einnig umhyggja fyrir málunum sem verið er að vinna með að ljóst sé hvaða mál menn eiga að einbeita sér að.