144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:54]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er óskandi að við þingmenn náum að fara að tala saman hér áður en bílarnir fara að gera það. Ég held að lykilatriðið í þessu máli sé orðið „hagkvæmniathugun“, er það ekki? Erum við ekki að athuga hagkvæmni samgöngubóta? Og er formaður samgöngunefndar Alþingis á móti því? Er það? Það er alveg fráleitt. Hann er sammála því að ríkið taki þátt í að flytja efni í flughlöð á flugvöllinn á Akureyri, það er alveg sjálfsagt mál, bara rosaleg samgöngubót. En hvað nú? Hvað heldur hv. þingmaður að þetta muni kosta? Er ekki verið að reyna að finna út úr því hvort spara megi pening? Eru menn svona hræddir við að niðurstaðan gæti leitt til þess að það yrði að veruleika eða að það væri hagkvæmt að koma upp svona kerfi?