144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[10:05]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Grundvallarforsenda svo hás eignarskatts sem stöðugleikaskatturinn er, upp á 39%, er sú að hún geti byggt á réttlætingarástæðum. Eftir umræðu í nefndinni tel ég að þær séu fyrir hendi og að skattprósentan sé þannig ákvörðuð í samræmi við þann greiðslujafnaðarvanda sem að þjóðarbúinu steðjar.

Mikilvægasti þátturinn í framhaldinu er að tryggja að farið verði þannig með þá fjármuni sem þannig renna til ríkissjóðs að þeir valdi ekki efnahagslegum óstöðugleika og verði ekki til þess að auka á pólitískan óstöðugleika með því að gefa mönnum færi á loforðaflaumi og ábyrgðarleysi í aðdraganda kosninga. Það er verkefni okkar allra að standa við þá pólitísku samstöðu sem fram hefur komið í nefndinni um að við ætlum öll að verjast þeirri freistingu.