144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[10:14]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tvö mál sem eiga að leiða til stöðugleika í greiðslujöfnuði. Stöðugleiki í greiðslujöfnuði er grundvallaratriði varðandi efnahagsþróun framtíðarinnar, varðandi stöðugleika á gjaldmiðlinum og stöðugleika í verðlagi. Hvor leiðin sem er farin í þessu máli skilar svipuðum árangri. Það kann að vera að einhverjum finnist stór munur á krónum í þessu máli en það leiðir vonandi af sér samninga sem báðir aðilar eru jafn ósáttir við, ef svo má segja, vegna þess að þetta er orrusta og stríð og það vinnur enginn stríð. Það kemur upp staða og síðan verða menn að vinna stríðið eftir á. Í þessu máli er það okkar að vinna vel úr málum þegar þessir samningar eða skattlagning er frá.

Ég styð þetta frumvarp og tel að efnahags- og viðskiptanefnd hafi unnið vel í málinu og ég þakka samstarfið.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.