144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[10:16]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli eins og flestir, en ég vil þó koma aðeins inn á orð einstakra þingmanna um að það megi einhvern veginn lesa að í umsögn InDefence-hópsins felist mikil gagnrýni. Ég vil lesa hér upp úr bloggfærslu frá einum af forsvarsmönnum samtakanna. Þar segir:

„Markmið með þessari umsögn var að ýta undir málefnalega umræðu um það hvort hægt sé að minnka áhættu við þær lausnir sem unnið er að og reyna að ná fram hagfelldari niðurstöðu fyrir þjóðina í einu mikilvægasta hagsmunamáli hennar.“

Svo segir áfram, þar sem vísað er í ummæli eins hv. þingmanns:

„Hann misskilur síðan athugasemdir InDefence sem snerust ekki um það hversu mikill skattafslátturinn er, heldur áhrif hans á greiðslujöfnuð en segir svo ranglega að InDefence taki undir gagnrýni hans.“

Því miður hafa einstakir fjölmiðlar tekið þetta hrátt upp en ég vona að þetta leiðréttist hér með.