145. löggjafarþing — 3. fundur,  10. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:02]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir að það er kominn tími til að taka til hendinni þegar kemur að opinberum fjármálum. Ég gleðst yfir því að hæstv. fjármálaráðherra sé að leggja fram frumvarp og það þriðja sinni.

Það er margt sem þarf að gera en það þýðir samt ekki að ekki sé hægt að gera eitthvað núna líka, sérstaklega þegar um er að ræða svo smávægilega breytingu á undirtitlum og titlum, svo að ég noti rétt íslensk orð, sem hægt er að koma í lag strax í dag sé vilji fyrir hendi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera ekki hvort tveggja.