145. löggjafarþing — 5. fundur,  14. sept. 2015.

aðstoð við langveik börn.

[15:29]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir svörin. Ég fagna því að þessi vinnuhópur sé að fara af stað og mig langar til að hvetja til þess að hann verði hvattur til að vinna í samráði við fjölskyldur langveikra barna og við langveiku börnin sjálf.

Ég veit að unnið er að fjölskyldustefnu og mig langar að hvetja til þess að þetta verði partur af henni, að þetta sé ekki eitthvert einkamál fjölskyldna þar sem eru fötluð eða langveik börn. Mér finnst það mjög mikilvægt sem og að haft sé í huga, eins og ég nefndi, ég vil bara ítreka það, að markmiðið sé alltaf að vernda þann rétt barna að geta alist upp með foreldrum sínum, systkinum í sínu nærumhverfi, nágrenni, með vinum sínum, þannig að þau fái notið sjálfstæðs lífs og geti þannig tekið eins virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar og kostur er.