145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:36]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. Össur Skarphéðinsson hafi miklu frekar komið í ræðustól til að halda ræðu en að spyrja mig. Ég var löngu búinn að svara þessari spurningu og ætla ekki að endurtaka svör mín þar um. Mig langar til þess að segja hér — nei, ég sleppi því að segja það. (ÖS: Jú, gerðu það.) Nei. (Gripið fram í: Jú.) Ég sleppi því. (Gripið fram í.) Ég segi ekki meira, ég ætla aðeins að segja að megináhyggjuefni mitt í málinu er fullveldisréttur hverrar gistiþjóðar að fá hér eitt stykki utanríkisráðuneyti ofan af Íslandi inn á gafl hjá sér, sem ég held nú að Íslendingar hefðu kunnað illa og nógu skipt var þjóðin út af herstöðvarmálinu hér á árum áður og bara með þeirri upprifjun.

Nei, ég ætla ekki að segja meira. Ég lýk máli mínu.