145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:39]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Virtur einstaklingur eins og Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri Rauða kross Íslands, gerir þessa skýrslu að beiðni ráðherra og skilar henni 2014 og leggur ekki beinlínis til að þetta sé gert. Hæstv. ráðherra kýs að nýta sér skýrsluna sem eitthvert haldreipi til þess að rökstyðja það að hann þurfi að gera þetta þótt hann hafi ekkert nákvæmlega í þessari skýrslu sem styður það. Auðvitað hefði hæstv. ráðherra átt að leita fanga innan háskólasamfélagsins og víðar og bíða eftir niðurstöðu Þróunarsamvinnunefndar OECD. Þetta er bara svo mikill gauragangur þarna á ferðinni og það er ekki boðlegt í svo alvarlegum málaflokki.

Ég ætla rétt að vona að hæstv. ráðherra sýni þá skynsemi að draga þetta mál til baka og (Forseti hringir.) skoða það upp á nýtt (Forseti hringir.) með fagaðilum úr bæði greininni og háskólasamfélaginu.