145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hafði á tilfinningunni að það væru aðallega þeir aðilar sem brýna hagsmuni hafa af þessu máli sem væru jákvæðir gagnvart því. Hv. þingmaður kom inn á mjög áhugaverðan punkt, þann að 90% allrar matvörusölu í landinu eru á hendi þriggja aðila. Ég hef lesið í einhverjum gögnum að mönnum finnist ekki mikill akkur í því að breyta því sem þeir kalla „monopoly“ á ensku, einkasölu, í það sem er kallað „duopoly“, fákeppnissölu. Þess vegna langar mig til að spyrja hv. þingmann um álit hans á því hvaða áhrif það muni hafa að breyta þessari sölu úr einkasölu og rétta hana fákeppnisaðilum.