145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:28]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvernig hann rökstyður það að hagnaður ÁTVR komi frá smásölu áfengis en ekki af heildsölu tóbaks. Öll gögn sýna að hagnaður ÁTVR mun aukast losni þeir við þá kvöð að vera eini smásöluaðili áfengis. Ég þarf að fá fram hvernig hv. þingmaður getur fullyrt að við séum að skila hagnaði af þessu. Ef við mundum sleppa hagnaði ÁTVR, hvar annars staðar mundi hann vilja taka þá fjármuni, af hvaða lið ríkissjóðs? Í þriðja lagi langar mig að spyrja hann hvort það hafi ekki sýnt sig að hægt er að ná gríðarlega góðum árangri við að draga úr neyslu ungmenna þrátt fyrir að aðgengi að áfengi margfaldist eða aukist um 1.000%, eins og ég hef bent á.