145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:08]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Ég get ekki alveg svarað því en vil samt taka undir með hv. þingmanni að þetta er áhugavert mál. Það er einmitt þvert á flokkslínur og fólk hefur sterkar skoðanir og þess vegna finnst mér svo spennandi að reyna að fá með einhverjum hætti fram þjóðarviljann þótt það væri ekki endilega gert í þjóðaratkvæðagreiðslu en við tækjum tillit til hans.

Þetta er áhugavert. Það er gott að hv. þingmanni finnst málið æsispennandi, en ég mun fljótlega flytja mál um skaðleg efni í neysluvörum og þá fyrst fara að æsast leikar.