145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:16]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, ég tel einmitt að það sé samkvæmni í því sem fram kom í ræðu minni áðan. Ég ætla ekki að gera lítið úr tilfinningum hv. þingmanns, en ég hef tilhneigingu til að horfa á málið út frá köldu hagsmunamati og mér finnst það eiginlega ískalt ef við stöndum frammi fyrir því að hér verði mjög aukið nýgengi krabbameina, auknir hjartasjúkdómar, lifrarsjúkdómar og fleira, ofan á áfengisvandann, sem er náttúrlega ærinn.

Ég tel að með því að halda verði háu eins og gert er — ég sé fram á og finnst það verra að áfengi muni hækka þegar það fer í almennar verslanir. Hvers vegna? Vegna þess að ég vil hækka verð á áfengi og láta auknar tekjur af því fara í ríkissjóð. Ég vil ekki hækka áfengi til þess að tekjur af því fari í vasa kaupmanna. Ef við viljum ná betur utan um þann kostnað sem við höfum af áfengissölu eigum við að hækka áfengisverðið en selja áfengi áfram (Forseti hringir.) á vegum ríkisins.