145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:59]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel hana hafa breyst í heildina til hins betra. Þrátt fyrir það hefur neysla aukist. Unglinganeysla hefur blessunarlega farið niður undanfarin 15 ár eða svo, sem er það mikilvægasta í mínum huga. Fyrir mér er mikilvægasta markmiðið að draga úr unglinganeyslu. Að sama skapi vil ég að fullorðið fólk sé frjálst og ungdómurinn alist upp í frjálsum heimi þar sem hann er í stakk búinn til þess að taka ákvarðanir í lífinu, mikilvægar og alvarlegar ákvarðanir.

Þannig að svarið er: Já, ég tel menninguna hafa breyst. Sömuleiðis vek ég enn og aftur athygli á því að bjórinn var heimilaður hér 1989 og þá var sagt að neyslan mundi aukast, sem hún gerði, en enginn vill fara aftur til baka í bjórbannið. Ég tek eftir sömu spám hér. Menn telja að ef þetta verði heimilað þá verði aldrei hægt að ganga til baka. Ég spyr: Hvers vegna ekki? Vegna þess að fólk mundi ekki vilja fara til baka.