145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:36]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við gerumst nú mjög skáldleg hér í pontu, en auðvitað er ein mínúta ekki nóg til að fara yfir þessi rök. Í sjálfu sér fagna ég að þessi umræða fái ákveðinn tíma því þetta eru stórar spurningar um lýðheilsumálin, um aðgengið og hvaða þættir vega þar þyngst. Vissulega eins og ég kom nú að hér í aukasetningu áðan er hægt að takmarka aðgengi með öðrum leiðum en því að hafa fáa útsölustaði. Það er auðvitað víða gert. Það er auðvitað gert nú þegar með aldri og öðru og það er víða gert þar sem fyrirkomulagið er með öðrum hætti en hér þá er það takmarkað með einhverju öðru móti.

En það sem mér finnst samt sláandi út úr þessum rannsóknum sem við höfum getað kynnt okkur sem tölum um þetta mál þá er munar gríðarlegu um fjölda útsölustaða og það munar líka miklu um þau andlegu skil sem við gerum okkur í raun og veru þegar við svona horfum á áfengi innan um aðra neysluvöru. Ég nefndi (Forseti hringir.) brauð og ost hérna áðan. Þá er það ákveðin breyting á eðli vörunnar í okkar huga.