145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:33]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mér fannst gott þegar hv. þingmaður kom inn á það í ræðu sinni að verið væri að beina markaðssetningu til veikustu hópanna því að það er nefnilega sú áhætta sem er tekin ef áfengi fær að flæða út í allar verslanir landsins, aðgengi veikustu hópana að áfengi verður miklu meira en það annars væri. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa til dæmis látið í sér heyra og varað við þessu frumvarpi.

Mig langar að heyra viðhorf hv. þingmanns og hvort hann telur að þrýstingur á að leyfa auglýsingar á áfengi hafi aukist mikið. Við vitum að það er bannað í dag en menn hafa farið í kringum það. Telur hv. þingmaður ekki að þessi mikla krafa um aukna framlegð í verslunum sé í raun og veru (Forseti hringir.) kjarni málsins í þessu öllu og að menn láti sig kannski annað í léttu rúmi liggja?