145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[12:29]
Horfa

Elín Hirst (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er mikið gleðiefni að við skulum vera að samþykkja þetta frumvarp hér í dag. Að sumu leyti eru þetta vinnubrögð sem Alþingi getur vel notað sem fyrirmynd, þau vinnubrögð sem fóru fram í nefndinni í þessu flókna og stóra máli þar sem auðvitað voru skiptar skoðanir. Ég held að það sé líka hreinlega ákall frá kjósendum í landinu, fólkinu í landinu, um að við á Alþingi vinnum saman. Eins og komist var að orði hér áðan var ekki almenn sátt en það er sátt um þessa málamiðlun. Þannig gengur það fyrir sig í lífinu, venjulega þurfa menn að komast að einhverri málamiðlun til að skapa sátt.

Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þessi vinnubrögð (Forseti hringir.) og vona að þau verði notuð sem fordæmi áfram.