145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:38]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni fyrir spurningar hans.

Ég vil benda á að þau rök sem hv. þingmaður nefnir réttilega eru mjög fátækleg miðað við þau rök sem mæla gegn þessu. Ég vil í því samhengi velta upp, ef þetta er svona gott að þetta verði allt saman skilvirkara, því í ósköpunum menn voru þá ekki fyrir löngu síðan að setja á stofn nýja stofnun, sem er víst ekki stofnun, færa út úr ráðuneyti sem heitir umsjónarferðamennska eða hvað það var. Það virðist nú vera unnið í sitt hvora áttina í þessum málum hjá ríkisstjórninni.

Svo vil ég vitna í nefndarálitið, með leyfi forseta:

„Prófessor Jónína Einarsdóttir, einn helsti fræðimaður landsins á sviði þróunarfræða, er ómyrk í máli í umsögn sem hún skrifar fyrir félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir frumvarpið og leggur til að ÞSSÍ verði efld í stað niðurlagningar. Prófessor Jónína kemst að sömu niðurstöðu og Davíð Oddsson á sínum tíma og gerir í niðurlagsorðum sínum tillögu um að „ÞSSÍ verði ekki lögð niður heldur verði verksvið hennar útvíkkað og stofnuninni falið að annast áfram í „umboði ráðherra“ bæði tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu Íslands“.“