145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:02]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Okkur greinir augljóslega á um hvaða leið eigi að fara í þessu máli. Þetta er sú leið sem við teljum að sé vænlegust til árangurs. Við fórum meðal annars í þetta verk vegna þess að við fengum hvata frá DAC til þess að fara yfir þessi mál. Við fengum Þóri Guðmundsson til að fara í gegnum málið, rannsaka það. (Gripið fram í.) — Ha? (Gripið fram í.) Síðan er það að sjálfsögðu okkar að taka við tillögunum og vinna úr þeim og ákveða í rauninni hvað er lagt til við þingið. Þannig er það að sjálfsögðu.