145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

upphæð veiðigjalds.

[10:59]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég verð að ítreka það sem ég sagði áðan að það er algjörlega fráleit framsetning að halda því fram að sjávarútvegur skili engu til samfélagsins og líta fram hjá allri þeirri fjárfestingu sem á sér stað í greininni, öllum þeim tekjum í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti í formi útflutningsverðmæta, í formi veiðigjalda.

Virðulegur forseti. Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn. En ég vísa þó hér, til þess að leiðrétta virðulegan þingmann, í fjárlagafrumvarp ársins 2016 þar sem stendur á síðu 15:

Veiðigjald fyrir veiðiheimildir, greiðslugrunnur: 9.430 millj. kr.