145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:10]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum ekki á móti því að tala um þetta mál eins lengi og þarf. Það sem við erum góðfúslega að óska eftir er að fá að flytja okkar fyrstu ræður ekki að næturlagi.

Ég er tilbúin að mæta hér klukkan sex í fyrramálið og byrja þá ef við hættum á skikkanlegum tíma í kvöld, og vera allan morgundaginn og fram á kvöld. Við erum að byrja þessa umræðu þegar farið er að líða að því að fólk fari heim til sín.

Það er spurning hvort við þurfum ekki eitthvað að endurskoða vinnulag hér þannig að heilbrigt, venjulegt A-fólk fái uppfyllta drauma sína um að fá að tala hér við fólk sem vakir en ekki fólk sem sefur.