145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:32]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ja, það er nú einu sinni ríkisstjórn og svo er hérna þing. Ég hefði haldið að hv. þingmaður ætti að fagna því ef þingið bætir upp eitthvað sem ríkisstjórnin er að reyna að draga úr, (Gripið fram í.) svona mikilli innviðauppbyggingu. Ég hefði því haldið að hún ætti nú að fagna því að við reynum þó aðeins að klóra í bakkann.

Varðandi arðinn hjá bönkunum, hvort hann er svona mikill eða ekki, ég meina, þetta er bara áætlun og arðurinn kemur hvort sem við erum með þetta í áætlun eða ekki. (Gripið fram í.) Þannig að það er ekki verið (Gripið fram í.) að tapa neinum peningum. Við erum alveg sammála um það, þetta er mjög varlega áætlað. (Gripið fram í: Mjög varlega.) Mjög varlega. Við framsóknarmenn erum mjög varkárir menn og við viljum fara varlega og svo (Forseti hringir.) bara ef það kemur þá kemur það. Þetta fer ekkert. (Gripið fram í.)