145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir minntist áðan á tvíburana. Ég er sjálfur í þeirri aðstöðu að ég er með átta mánaða dóttur heima sem ég sé ekki nema bara rétt á morgnana. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir að detta í tilfinningarökin en mér finnst þau eiga við, þau eiga við hjá móðurinni og líka hjá föðurnum. Við erum í aðeins öðruvísi samfélagi en var hérna á árum áður. Ég hlakka til að komast heim og vonast til að sjá dóttur mína meira á morgun en í dag.