145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég tel svo sannarlega að hægri stjórnin ætti sem snarast að snúa af þessari braut. Ég er einn þeirra þingmanna sem hafa nokkuð oft talað um brauðmolakenninguna úr þessum ræðustól. Það er sú hagfræði sem mér hefur þótt þessi ríkisstjórn stunda. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að hv. þingmenn eru illa lesnir eða hvort það er einfaldlega vegna þess að hv. þingmenn trúa því að það sé hagfræði sem virkar. Ég sé ekkert við hana sem virkar. Á 19. öld og 20. öld gátu menn kannski leyft sér að hugsa alltaf að við ættum að stækka kökuna, að við ættum að framleiða meira. Það sem við þurfum að gera á 21. öldinni er að gera minna en samt að tryggja lífskjör fólks. Þá hljótum við að hugsa um það hvernig (Forseti hringir.) við skiptum því jafnar sem við höfum.