145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:20]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta góða svar. Þetta var nokkuð sem ég vissi ekki.

Hæstv. innanríkisráðherra hefur sagt að það þurfi allt að 80–100 milljónir í viðbót í þann viðkvæma málaflokk sem fangelsismálin eru. Þannig er nú staðan að Litla-Hraun er að mörgu leyti varla fokhelt. Stefnan þarf að vera alveg skýr hjá bæði meiri hluta og minni hluta. Ef við erum að fara að setja meiri pening í þennan málaflokk þurfum við að setja 50 milljónir einungis í Litla-Hraun þó að staðan sé slæm annars staðar. Staðan er þannig að við þurfum að huga að fangelsisbyggingunum. Þær leka margar hverjar. Sömuleiðis þurfum við að huga að fangavörðunum sem eru oftar en ekki á bakvakt. Sú staða hefur komið upp að í helmingi tilvika þarf að fella niður betrunarvist, sem er óásættanlegt.

Mig langar að fá að vita viðhorf hv. þingmanns.