145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:39]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum hér að ræða fjárlögin, það er komið langt inn í desember, og ég verð eiginlega að mótmæla þessu sleifarlagi hjá stjórnvöldum. Við byrjum mánuði fyrr, ég er viss um að öll þing annars staðar á Norðurlöndum eru búin að afgreiða fjárlög sín fyrir næsta ár. Við höfum verið að bíða eftir breytingartillögum, fyrst ríkisstjórnarinnar, svo meiri hlutans. Meiri hlutinn þurfti svo mikið að heyra skoðanir allra sveitarfélaganna til að geta búið til breytingartillögur. Við erum hérna með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður og ég skil ekki að við séum enn í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur eða meira fé í flóttamannamálin? Eru menn að fatta það í október? Ég skil ekki þetta vinnulag.