145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:28]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ringulreiðin í kringum fjárlög 2016 er orðin slík að ekki er hægt að bjóða okkur þingmönnum upp á að standa hér í ræðum til að ræða það sem við vitum ekkert hvernig muni leggjast að lokum. Við höfum ekki hugmynd um hvort heildarjöfnuður verður neikvæður eða jákvæður eða hvert við erum í rauninni að stefna.

Hér hefur komið inn leiðrétting fyrir kjarasamning kennara. Það er enn verið að meta kjarasamning lækna. Málefni fatlaðra voru að koma inn og það er beðið eftir frumvarpi um Ríkisútvarpið. Þarna eru bara 4 milljarðar og samkvæmt frumvarpinu á afgangurinn að vera rúmir 10 milljarðar. Hvar endar þetta? Ég bið forseta um að bjóða okkur ekki upp á það að standa hér í ræðum vitandi ekki nokkurn skapaðan hlut hvað við erum að tala um. Framlag hv. formanns fjárlaganefndar er að rifja upp (Forseti hringir.) eitthvað frá árinu 2010. Getur stjórnarliðið ekki verið í nútímanum og tekið á þeirri ringulreið sem ríkir hér og nú? (Gripið fram í.)