145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:40]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér þykir rétt að þingflokkarnir fái tækifæri núna til að hittast og fara yfir þessi mál, þá stöðu sem komin er upp í þinginu. Það er bara gott að geta farið yfir málin áður en fjármálaráðherra kemur í hús og ræðir frumvarpið við forustumenn flokkanna. Þetta eru stór og mikil mál sem þurfa umræðu. Þeim er dembt yfir þingið þegar því á að vera lokið og forseti verður auðvitað líka að sýna forustu þegar málin eru komin í þann hnút sem þau eru komin í. Það er komið fram yfir starfsáætlun, stór og mikil mál detta inn á borð þingmanna í 2. umr. fjárlaga, enginn sér fyrir endann á því hvenær þessu lýkur og þá verður forseti Alþingis líka að sýna forustuhæfileika og stýra þessu í þann farveg að það sé reynt að ná einhverri sátt við þingmenn stjórnarandstöðunnar (Forseti hringir.) í þeirri garnaflækju sem komin er upp á Alþingi.