145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið.

[14:18]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Klúður á borð við það sem er við framlagningu þessa fjárlagafrumvarps til 2. umr. hefur aldrei sést í þinginu. Ég fullyrði það. Prentvilla upp á 1,2 milljarða hefur aldrei komið fram undir lok 2. umr. um fjárlög. Það að 20–30 milljarða skekkja sé kynnt í Morgunblaðinu í morgun er bara enn eitt klúðrið. Það eru ekki bara þessi tvö atriði sem eru ekki rétt í frumvarpinu heldur hvert atriðið á fætur öðru og sömuleiðis gríðarlegar breytingar sem þarf að gera vegna stöðugleikasamninganna. Það er auðvitað hámarkið þegar alþingismenn, jafnvel hæstaréttarlögmenn, draga í umfjöllun um bótaþega, flóttamenn og veik börn upp mynd af sér, efri millistétt í íslensku samfélagi, sem fórnarlömbunum í málinu, (Forseti hringir.) koma ítrekað, aftur og aftur, í umræðu um málefni og gera sig, þjóðkjörna fulltrúa, háskólaborgara og vel standandi fólk, að fórnarlömbum sem menn eigi að vorkenna sérstaklega í umræðu um aðra og miklu alvarlegri hluti. (VigH: Grenjandi kellingar, já?)