145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Til að rifja aðeins upp þetta mál sem hefur verið í gangi í dag sem eru komnar ákveðnar lyktir í, þá gerðist það sem sagt í síðustu viku að hv. þm. Birgitta Jónsdóttir fór út í opinber störf á laugardaginn í síðustu viku og bjóst við að koma aftur til vinnu á laugardegi, þ.e. í dag. Sökum þess að nýr þingmaður er ekki skráður inn fyrr en á mánudag og má ekki vera skemur en í viku fer ég ekki út fyrr en næsta mánudag. Hins vegar ef það hefði verið þingfundur síðasta laugardag hefði ég samt ekki verið skráður inn fyrr en á mánudeginum þannig að í því tilviki gæti ég ekki verið einungis viku, ég yrði að vera helgi, viku, þ.e. fimm daga, og aðra helgi ef þannig kemur upp á. Þessi misskilningur varðandi tölvupóstinn sem ég fékk ekki var sem sagt vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp (Forseti hringir.) eftir þetta, en er búið að lagfæra síðan þá þannig að við þökkum fyrir það. Það gengur betur næst.