145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:18]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er athyglisvert að hæstv. forsætisráðherra skuli koma hingað sem fulltrúi þeirrar ríkisstjórnar á Íslandi sem lengst frí hefur tekið og hóta því að ríkisstjórnin muni bara ekkert funda á meðan þessi umræða fer fram. Það væri mikið fagnaðarefni ef hún mundi gera sem minnst af því. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að því að hæstv. forsætisráðherra telji hér dagana og stundirnar í umræðu um fjárlög ríkisstjórnarinnar vegna þess að ég held að á sama tíma sé mjög stór hluti þjóðarinnar farinn að telja niður dagana þangað til að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer frá völdum. [Háreysti í þingsal.] Þetta er einhver sú versta ríkisstjórn sem hér hefur setið og einhver sá lágkúrulegasti forsætisráðherra sem nokkurn tímann hefur vermt þetta sæti. (Gripið fram í: Í alvöru?) (Gripið fram í.)