145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:35]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Í mínútuandsvari í seinna andsvari mínu vil ég spyrja hv. þingmann út í það sem við í minni hlutanum höfum lagt höfuðáherslu á, annars vegar heilbrigðismálin og þá sérstaklega kannski Landspítalann og auðvitað margt úti á landi, og hins vegar aldraða og öryrkja. Við höfum haft mikla umræðu um það og er mesti ágreiningurinn í bæði fjáraukanum og fjárlögum næsta árs um þessa tvo málaflokka. Þess vegna hef ég líka tekið eftir því hvað hv. þingmaður hefur rætt þetta eins og við höfum gert öll sömul, þetta er okkar hjartans mál og mikið mál og vona ég að meiri hluti fjárlaganefndar hlusti ekki á hæstv. forsætisráðherra heldur taki sig til og breyti þessu.

Ég vil spyrja hv. þingmann að lokum: Er hún ekki á þeirri skoðun að við eigum hreinlega ekki að hætta þessari umræðu um fjárlög fyrir næsta ár og fjáraukann sem við eigum eftir við 3. umr. fyrr en við sjáum betrumbætur og lagfæringar með auknu fé bæði í heilbrigðismál og alveg sérstaklega þjóðarsjúkrahúsið (Forseti hringir.) og Landspítalann og hins vegar til aldraðra og öryrkja?