145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:05]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mér fannst hann fara ágætlega yfir þær væntingar sem voru byggðar upp hjá almenningi þegar rætt var um að skattleggja þessa vondu hrægamma sem endaði síðan í samningum um stöðugleikaskatt sem kannski skilur þjóðina áfram eftir í gjaldeyrishöftum en kröfuhafar ná góðum samningum sem eru mikið til á þeirra forsendum.

Ég er hugsi yfir efnahagsstjórninni og því hvernig þessi ríkisstjórn er búin að glutra niður öllum tækifærum. Arðurinn sem ríkissjóður á að skila er kannski ekki svo mikill þegar upp er staðið og menn treysta kannski á óreglulega liði eins og arð af Landsbankanum. Hvar er hin rómaða efnahagsstjórn sjálfstæðismanna miðað við það hvernig (Forseti hringir.) ekki stendur steinn yfir steini og sú tala sem ríkissjóður á að skila í afgang er alltaf að lækka?