145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tek undir óskir hv. þm. Ögmundar Jónassonar um að hæstv. heilbrigðisráðherra komi til fundarins. Það var óskað eftir nærveru hans hér síðustu nótt einhvern tímann milli kl. 1 og 2. Einhverra hluta vegna gat hann ekki orðið við því að koma til fundarins. Hæstv. menntamálaráðherra kom en lét að vísu hjá líða að taka þátt í samtölum við þingmenn sem beindu máli sínu sérstaklega til hans og ræddu fyrst og fremst málefni Ríkisútvarpsins í tilefni af komu hans. Ég held að öllum hljóti að vera ljóst að samtal við heilbrigðisráðherra er nauðsynlegt áður en 2. umr. fjárlaga lýkur og það sem stendur þar upp úr eru ítrekaðar og vel rökstuddar óskir forráðamanna Landspítalans – háskólasjúkrahúss um aukið fjárframlag af ýmsum ástæðum, vegna viðhalds, launakostnaðar og almenns reksturs.

Ég tek sem sé (Forseti hringir.) eindregið undir óskir þingmannsins um að kallað verði á heilbrigðisráðherra.