145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:12]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er mjög athyglisvert að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að greinargerðin við meirihlutaálitið þeirra sé í raun og veru rangt. Hér stendur orðrétt, með leyfi forseta:

„Við undirbúning framkvæmda skal hafa hliðsjón af þeim áformum sem uppi voru um uppbyggingu á Alþingisreitnum fullveldisárið 1918, sbr. fyrirliggjandi teikningar Guðjóns Samúelssonar fyrrverandi húsameistara ríkisins og áform um minningarviðburði sem tengjast komandi aldarafmæli fullveldis Íslands.“

Mér þykir mjög áhugavert að heyra það sem hv. þingmaður sagði. Sömuleiðis verð ég að vekja athygli á því að þarna er gróflega vegið að höfundarheiðri Guðjóns Samúelssonar með því að setja þetta í nútímasamhengi. (Gripið fram í.) Það er í raun brot á höfundalögum. Ef Alþingi vill halda áfram að gera það, þá bara gjörið svo vel. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)