145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:10]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um nýjan lið sem enginn veit hvað er, sem er Stjórnstöð ferðamála. Jú, við höfum eitthvað frétt af því í gegnum fjölmiðla, en höfum ekkert rætt það hér á þessu þingi. Í fyrra ræddum við mikið um ferðamál, náttúrupassann, í atvinnuveganefnd. Hann fór ekki vel ofan í neinn. Nú ákveður hæstv. ráðherra að sleppa þá bara þinginu og setja á stofn Stjórnstöð ferðamála án þess að ræða það við kóng eða prest. Ég skil ekki alveg svona vinnubrögð og átel þau.