145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:50]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Við leggjum ríka áherslu á að auka framlög til móttöku flóttafólks og stuðnings við sveitarfélögin. Í haust lögðum við í minni hlutanum fram tillögur um að Ísland tæki á þremur árum á móti 500 flóttamönnum. Ríkisstjórnin kom með útspil og vildi ekki tala um fjölda flóttafólks. Nú eru um 55 manns að koma til landsins upp úr áramótum og er það sérlega ánægjulegt, en við viljum taka á móti mun fleiri og standa betur að því og leggjum því til þetta viðbótarframlag til móttöku flóttafólks.