145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

Ríkisútvarpið.

[11:30]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Þetta var undarleg spurning frá manni sem hefur orðið tíðrætt um mikilvægi þess að efla þingið og virða þær reglur sem eiga að gilda um þingræðið eða vald þingsins í samfélagi okkar. Það vald liggur ekki hvað síst í fjárveitingavaldinu sem er alfarið hjá þinginu. (ÁPÁ: Og Vigdísi.) Þetta veit hv. þingmaður. Og af því að hv. þingmaður kallar hér fram í nafn hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur þá er hún þingmaður (Gripið fram í.) og hefur sem slíkur að sjálfsögðu með hinum þingmönnunum 62 fjárveitingavaldið.

Þetta mál, fjárlög ársins 2016, er enn til umræðu og ég hef alltaf verið fylgjandi stefnu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar um að ráðherrar tjái sig ekki um mál sem ekki eru fram komin. En um fjárlögin í heild sem vissulega eru fram komin má þó segja og minna hv. þingmann á að valdið er hjá þinginu og þar á það að vera.